Vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans

Útikennsla og útinám leikskólabarna í Reykjanesbæ

Tilgangur þessarar vefsíðu

Þessi vefsíða er lokaverkefni mitt til B.Ed gráðu í leikskólakennarfræðum í Kennaraháskóla Íslands.  Vefsíðan er rafræn útgáfa af bókinni Vettvangsnám um nánasta umhverfi leikskólans sem leikskólinn Tjarnarsel samdi í tengslum við þróunarverkefni sem fór fram í skólanum á árunum 1995-2000.

Hér má finna hugmyndir að vettvangsferðum í Reykjanesbæ og verkefnum fyrir leikskólabörn á öllum aldri.  Að auki er hér að finna fróðleik um sögulega staði í bæjarfélaginu.

Í stikunni hér til vinstri má sjá kafla bókarinnar og inni í hverjum kafla eru undirkaflar.