Velkominn á heimasíðu Snilliheima.

Snilliheimar er námsvefur í smíðum fyrir 4-8 ára börn. Það væri gott ef þú vildir leggja hönd á plóginn og hjálpa til við að þróa vefinn. Það getur þú gert með því að prófa vefinn og fylla síðan út matsblað og senda okkur stöllum sem erum að vinna vefinn.

Við vefsmíðina er stuðst við kenningar Howard Gardner um fjölgreindina sem allar mannverur búa yfir. Ætlunin er að í Snilliheimum geti 4-8 ára börn þroskað þær 8 greindir sem nauðsynlegt er að styrkja fyrir heildstæðan greindarþroska. Þú getur skoðað flæðirit yfir námsvefinn til þess að sjá hvaða leikir verða í hverju húsi. Því miður er vefurinn langt frá því að vera fullkláraður.

Athugið að þar sem vefurinn er enn á tilraunarstigi, virka ekki allar tengingar sem skyldi, ef þið lendið í vandræðum verðið þið að ýta á F5, ef það virkar ekki þarf að loka vefnum og byrja aftur. Góða skemmtun!

Höfundar Snilliheima eru Björg Vigfúsína Kjartansdóttir, kennari við Korpuskóla, Jóna Björk Jónsdóttir, kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og Kirsten Lybæk Vangsgaard, kennari við Mýrarhússkóla.