Home Page Image
 

REYKHÓLABÆRINN

Byggður af Bjarna Þórðarsyni 1873
 Verkefni um torfbæinn á Reykhólum

Verkefni þetta er unnið í áfanganum Sagnfræði og sögunám og ákvað ég að taka fyrir torfbæinn á Reykhólum. Þar eru hæg heimatökin fyrir mig þar sem tengdamóðir mín, Kristín Lilja Þórarinsdóttir og systkini hennar sem eru flest á lífi, bjuggu í torfbænum á Reykhólum frá 1939 – 1943. Þegar ég fór á stúfanna byrjaði ég á því að tala við bróður Lilju, Hjört Þórarinsson, kennara. Hann tók mér mjög vel og fékk mikinn áhuga á verkefninu og tók það að sér að skrifa greinagerð um Reykhólabæinn og aðbúnaðinn þar. Birtist þessi greinagerð óbreytt undir liðnum Torfbærinn. Hann fékk síðan systur sínar til að lesa greinagerðina yfir og leiðrétta þar sem við átti. Greinagerðin mun einnig verða birt á næstunni í tímaritinu Heima er best. Önnur vitneskja er fenginn í samtölum mínum við systur Hjartar. Myndir sem notaðar er verkefninu eru í einkaeign.