Frettir
Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls verður formlega stofnuð 24. júní 2008 kl. 13.00 í stofu H-101


Allt áhugafólk um tungumálakennslu er hvatt til að mæta.  Þeir sem vilja gerast stofnaðilar snúi sér vinsamlegast til Michaels Dals (michael@hi.is


Um rannsóknarstofuna

Markmið rannsóknarstofunnar er að efla og leggja stund á rannsóknir á námi og kennslu erlendra tungumála og íslenska sem annað mál.

Rannsóknarstofan mun sinna rannsóknum á fræðasviðinu, vera samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu, stuðla að tengslum við önnur fræðasvið og hafa samstarf við innlenda og erlenda aðila um rannsóknir og önnur samskipti.  

Rannsóknadtofan mun miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu, m.a. með útgáfu skýrslna, handbóka og fræðigreina og -rita ásamt með ráðstefnu- og fyrirlestrahaldi. Hún mun ennfremur veita ráðgjöf á sviðinu eftir því sem aðstæður leyfa og eftir verður leitað.

StofnsamningurMichael Dal (michael@hi.is)
Robert Berman (robert@hi.is)
Samúel Lefever (samuel@hi.is)
Þórunn Erna Jessen (ernajes@hi.is)