Hugmyndir barna um lífið og tilveruna eru oft skemmtilegar og sýna okkur að þau hugsa um hlutina og leita sér skýringa á því sem þau sjá og reyna í umhverfi sínu. Á undanförnum áratugum hefur áhugi manna og skilningur á mikilvægi þessara hugmynda barna fyrir náttúrufræðinám þeirra aukist verulega. Ef við vitum ekki hvar barnið er statt í náminu er erfitt að leiðbeina því frekar.

Í Aðalnámskrá leikskóla (1999) og í Aðalnámskrá grunnskóla (1999) fyrir yngstu bekkina er lögð áhersla á að börn kynnist og fái reynslu af lífverum bæði plöntum og dýrum. Á vefsíðunni eru tillögur að því hvernig hægt er að gera umhverfi barna fjölbreytt og ríkt af lífverum og einnig nokkrar hugmyndir að verkefnum sem eru hugsuð til að auðvelda börnum að þróa hugmyndir sínar um lífríkið. Þessi umfjöllun miðast við elstu börn leikskólans og yngstu börn grunnskólans.

Forhugmyndir

Hvernig bregðast má við hugmyndum barnanna